

Venja Cristiano Ronaldo er tengist vatni í leikjum hefur vakið athygli í gegnum tíðina, þar sem hann, líkt og fleiri atvinnumenn, bleytir aðeins munninn og spýtir vatninu út í stað þess að drekka. Nú hefur vísindaleg skýring á þessu verið gefin út.
Samkvæmt íþróttasérfræðingum nota leikmenn þetta sem svokallað kolvetnaskol (e. carbohydrate mouth rinse). Skolið virkjar skynjara í munni sem blekkja heilann til að halda að líkaminn sé að fá orku, draga úr þreytu og auka orkutengda upplifun, án þess að kyngja vatninu.
Ástæðan fyrir því að leikmenn forðast að drekka mikið í miðjum leik er einföld, en vatn getur valdið magatruflunum við mikla áreynslu.
Ronaldo, sem er orðinn fertugur, er þekktur fyrir gífurlega fagmennsku utan vallar. Spáir hann í öllum smáatriðum, eins og þetta gefur til kynna.