fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

433
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni.

Einhverjir hafa haldið samsæriskenningum á lofti um að Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari velji heldur leikmenn sem eru á vegum umboðsskrifstofunnar Stellar í landsliðið en aðra. Bróðir hans, Bjarki, starfar þar. Hafa hann og fleiri gefið þeim langt nef og grínaðist Arnar til að mynda með þessa umræðu í viðtali við 433.is á dögunum.

Að því tilefni var þessi umræða tekin fyrir í þættinum og sagði Bjarni frá því hvenær hann varð var við hana. „Við fórum að fá símtöl þegar Brynjólfur var ekki valinn þegar hann var markahæstur í Hollandi. Mönnum fannst það skrýtið,“ sagði hann og hélt áfram.

„Menn geta alveg sett spurningamerki við val en að segja að þetta tengist þessu er svo galið. Það hafa allir á landinu skoðun á þessu liði og Arnar er ekkert að fara að skjóta sig í fótinn með því að velja leikmenn frá ákveðinni umboðsskrifstofu.“

Elvar er á því að þetta fylgi því að þjálfa landsliðið.

„Ef þú ert íslenskur þjálfari með íslenska landsliðið verður þú að búa þig undir að það verði samsæriskenningar. Við erum svo ótrúlega lítið samfélag, allir þekkja alla og hafa verið með öllum, þú ert með tengingar út um allt.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli