fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Kirian Elvira Acosta sem nýjan styrktar- og frammistöðuþjálfara meistaraflokks karla og yfirmann styrktarþjálfunar yngri flokka félagsins.

Kirian kemur til Vals frá Fram, þar sem hann hefur undanfarin ár sinnt sambærilegu starfi. Hann hefur á stuttum tíma byggt upp sterka ímynd sem faglegur og metnaðarfullur frammistöðuþjálfari með framsækna nálgun á hreyfigreiningu, endurheimt og einstaklingsmiðaða þjálfun.

Kirian sem er frá Spáni er með meistaragráðu í afreksþjálfun íþróttaliða (High Performance in Team Sports), meistaragráðu í íþróttaframmistöðu og heilsu (Sports Performance and Health), kennsluréttindi í íþróttum á framhaldsskólastigi (Master of Education in Physical Education) og bachelorgráðu í íþrótta- og líkamsræktarvísindum (Sports and Exercise Science).

Hann hefur auk þess starfað víða um Evrópu, meðal annars hjá Malmö FF í Svíþjóð, SJK Seinäjoki í Finnlandi og á Spáni með Club Costa City og Atticgo BM Elche.

Kirian leggur sérstaka áherslu á heildræna nálgun þar sem líkamleg frammistaða, endurheimt, næring og hugarfar vinna saman að því að hámarka afköst leikmanna.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Kirian til liðs við okkur. Ég þekki vel til starfa hans og hann hefur sýnt mikla fagmennsku og yfirvegun í starfi og kemur inn með þekkingu sem mun nýtast bæði leikmönnum og þjálfurum félagsins. Með komu hans erum við að styrkja faglegt innra starf til framtíðar,“ segir Gareth Owen tæknilegur ráðgjafi knd. Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Í gær

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Í gær

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar