
Báðir verðlaunahafar ensku úrvalsdeildarinnar fyrir októbermánuð koma frá Manchester United, en Ruben Amorim var valinn stjóri mánaðarins og Bryan Mbeumo leikmaður mánaðarins.
Portúgalski stjórinn leiddi United til þriggja sigurleikja í röð gegn Sunderland, Liverpool og Brighton, en Mbeumo skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt í þessum leikjum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Mbeumo hlýtur þessa viðurkenningu og hann er aðeins annar leikmaður frá Kamerún sem hlotnast hefur þessi heiður, á eftir Joel Matip sem vann hana árið 2022.
Amorim virðist vera að snúa gengi United við eftir ansi erfiða byrjun á leiktíðinni.