fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yves Bissouma miðjumaður Tottenham varð fyrir því óláni að 800 þúsund pundum var stolið af honum á dögunum þegar óprúttinn aðili komst inn á bankareikning hans hjá Coutts-bankanum. Frá þessu greinir The Sun.

Bissouma, 29 ára og miðjumaður Tottenham, tapaði um 834 þúsund pundum (um 145 milljónum króna) á tímabilinu frá september 2022 til júní 2024.

Coutts-bankinn er þekktur fyrir að þjónusta auðmenn, frægt fólk og jafnvel bresku konungsfjölskylduna.

Getty Images

Maurice Gomes, 31 ára, hefur verið ákærður fyrir tvö brot tengd fjársvikum í málinu. Hann var handtekinn eftir að Bissouma óskaði eftir rannsókn, og ákært var í október. Hámarksrefsing fyrir hvort brot er allt að 10 ára fangelsi.

Samkvæmt gögnum dómstóla á Gomes að hafa „vísvitandi“ millifært fjármuni af bankareikningi Bissouma án vitundar eða samþykkis leikmannsins til að auka eigin ávinning. Ekki er vitað hvaða tengsl eru á milli þeirra eða hvernig Gomes komst yfir aðgang að reikningnum.

Gomes býr í sex herbergja húsi í Enfield í Norður-London sem metið er á um 1,4 milljónir punda. Hann á að mæta fyrir Highbury Corner dómstól í dag.

Bissouma, sem er landsliðsmaður Malí, gekk til liðs við Tottenham sumarið 2022 frá Brighton fyrir um 30 milljónir punda og er sagður á um 50 þúsund pundum í vikulaunum. Tottenham hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi