

Thomas Tuchel tilkynnti á föstudag 25 manna hóp sinn fyrir landsleiki Englands gegn Albaníu og Serbíu í undankeppni HM en nokkrir leikmenn féllu út.
Þar á meðal er ungi Arsenal-bakvörðurinn Myles Lewis-Skelley, sem þjálfarinn hafði áður varað við að þyrfti að fá fleiri byrjunarleiki hjá Arsenal til að halda sæti sínu í landsliðinu.
Ruben Loftus-Cheek, Morgan Gibbs-White og markvörðurinn James Trafford voru einnig skildir eftir. Tuchel sagði að fjórmenningurinn hafi einfaldlega misst sæti sitt fyrir leikmenn sem hafa verið sterkari undanfarið, á meðan fjarvera Ollie Watkins er vegna meiðsla.
„Myles var góður liðsfélagi hjá okkur í síðasta verkefni,” sagði Tuchel.
„En ég sagði þá að þetta snýst um samkeppni og frammistöðu. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir þá sem sýna stöðugt há gæði.“
„Myles þarf fleiri byrjunarleiki. Nico O’Reilly hefur fengið þá og þar af leiðandi er hann skrefi á undan í þetta skiptið.“