fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englendingurinn Alex Oxlade-Chamberlain, sem nú æfir með Arsenal eftir að hafa orðið samningslaus, segist hafa hafnað nokkrum tilboðum frá félögum erlendis.

Þessi 32 ára gamli miðjumaður var leystur undan samningi sínum hjá tyrkneska liðinu Besiktas í sumar eftir tvö tímabil í Istanbúl. Hann hefur fengið tilboð utan Englands en vill helst spila þar.

„Ég var oft sex til átta vikur án þess að sjá son minn og unnustu. Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur. Nú snýst þetta ekki bara um mig heldur fjölskylduna líka,“ sagði hann.

Oxlade-Chamberlain er trúlofaður söngkonunni Perrie Edwards, sem er ófrísk að öðru barni þeirra, og segir hann fjölskylduna ráða miklu um næstu ákvörðun sína.

„Ég hef hafnað tilboðum sem ekki pössuðu fyrir mig og okkur. Ég er að bíða eftir rétta verkefninu sem kveikir í mér og fjölskyldunni.“

Chamberlain, sem vann deild og Meistaradeild með Liverpool og enska bikarinn í þrígang með Arsenal, hefur til að mynda verið orðaður við endurkomu til Southampton, sem spilar í ensku B-deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York