
Emiliano Martínez hefur misst stöðu sína sem varafyrirliði Aston Villa eftir ákvörðun Unai Emery, stjóra liðsins.
Martínez var varafyrirliði liðsins á eftir John McGinn en Ezri Konsa bar fyrirliðabandið í 2–0 sigri á Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í gær. Emery staðfesti eftir leik að hann væri orðinn varafyrirliði.
„Fyrsti fyrirliðinn er John McGinn. Við ræddum þetta innan liðsins og ég ákvað að færa Martínez aftar,“ sagði Emery.
Aston Villa mætir Bournemouth í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag klukkan 14.