

Arne Slot, þjálfari Liverpool, segir að Alexander Isak sé að stíga fyrstu skrefin aftur í æfingar eftir nárameiðsli. I
sak hefur verið frá keppni í þrjár vikur og Slot staðfesti á fundi í dag að framherjinn taki þátt í æfingu með liðinu í dag.
„Hann mun æfa með liðinu í fyrsta skipti aftur í dag eftir að hafa verið þrjár vikur frá,“ sagði Slot.
„Ég veit að ég sagði fyrir þremur vikum að undirbúningstímabili hans væri lokið og nú væri kominn tími til að sjá hvar hann stæði. En ég verð að bakka aðeins með þau orð, því ef þú ert í þrjár vikur í endurhæfingu, þá fær það þig ekki strax á sama líkamlega og áður.
Isak er dýrasti leikmaður í sögu enska boltans en hefur lítið gert eftir komuna frá Newcastle. Slot undirstrikaði að þolinmæði yrði nauðsynleg.
„Við þurfum að gefa honum tíma,“ sagði hann. „Hann þarf nokkra leiki og æfingar til að komast aftur í sitt besta form.“