
Fiorentina er nálægt því að ráða Paolo Vanoli sem nýjan stjóra liðsins eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni.
Talið er að samningurinn verði til eins og hálfs árs og stefnt er að því að ganga frá öllum smáatriðum á allra næstunni. Vanoli gæti jafnvel verið hliðarlínunni gegn Genoa á sunnudag.
Vanoli lék með Fiorentina á sínum tíma. Á stjóraferlinum hefur hann starfað hjá Torino, Venezia og Spartak Moskvu.
Albert Guðmundsson landsliðsmaður er auðvitað á mála hjá Fiorentina, sem er í tómu brasi og á botni Serie A.