
Ný pizza er í sölu hjá Domino’s í þessum mánuði og ber hún nafnið Dr. Football pizzan.
Eins og gefur að skilja setur Hjörvar Hafliðson, stjórnandi hlaðvarpsins Dr. Football, pizzuna saman.

Það er ekki verið að flækja hlutina þegar kemur að áleggi á pizzunni. Á henni er laukur, pepperóní og meiri laukur.
Hjörvar hefur margoft tjáð ást sína á lauk, hvort sem það er á hamborgara eða pizzur, og ætti því að vera afar glaður með afraksturinn sem pizzan er.
Pizzan verður til sölu hjá Domino’s í nóvembermánuði.