
Spænskir miðlar fullyrða að fjögur ansi stór nöfn séu á óskalista Xabi Alonso yfir miðjumenn sem hann vill fá til félagsins næsta sumar.
Alonso horfir sérstaklega í að styrkja þessa stöðu og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þrír leikmenn eru ensku úrvalsdeildinni, Alexis Mac Allister hjá Liverpool, Enzo Fernandez hjá Chelsea og Adam Wharton hjá Crystal Palace, eru á blaði.
Þá er Vitinha, lykilmaður í Evrópumeistaraliði Paris Saint-Germain þar einnig, en ljóst er að allir kosta þessir leikmenn háar upphæðir.
Alonso tók við Real Madrid í sumar og er liðið á toppi La Liga. Liðið tapaði síðasta leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni.