
Tveir leikmenn Manchester United eru sagðir á leið frá félaginu í janúar.
Samkvæmt Gazzetta hefur framherjinn Joshua Zirkzee samþykkt að ganga til liðs við Roma í janúar. Tilboð ítalska stórliðsins felur í sér lánssamning með kaupskyldu sem yrði virk ef Roma næði Meistaradeildarsæti.
Zirkzee fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði á tímabilinu gegn Everton en náði ekki að heilla.
Annar leikmaður sem er líklega að fara miðað við fréttir er hinn 18 ára gamli Diego Leon, sem kom frá Cerro Porteno í Paragvæ í sumar.
Daily Mail segir að vinstri bakvörðurinn vilji fara á lán í janúar og að Nice, sem einnig er í eigu INEOS, sé líklegasti áfangastaðurinn.
Þá gætu unglingarnir Sekou Kone og Ayden Heaven einnig farið tímabundið frá félaginu.