
Samkvæmt Sky Sport í Frakklandi stefnir Chelsea á að reyna enn frekar við Mike Maignan, markvörð AC Milan.
Frakkinn hefur sagt ítalska félaginu að hann hyggist ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Gæti hann farið frítt annað frítt þá.
Chelsea virðist nokkuð líklegur áfangastaður og er félagið þegar farið að skoða það að láta Filip Jorgensen fara til að búa til pláss fyrir hann.
Maignan, sem á að baki 36 landsleiki fyrir Frakkland, hefur verið hjá Milan síðan 2021. Er hann einnig orðaður við skipti til Juventus næsta sumar.
Robert Sanchez er í dag aðalmarkvörður Chelsea.