fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florian Wirtz hefur átt erfiða byrjun hjá Liverpool og samkvæmt umdeildum fullyrðingum í þýskum fjölmiðlum er það liðsfélagi hans, Mohamed Salah, sem ber ábyrgðina.

Sport Bild segir að 116 milljóna punda stjarnan hafi ekki náð sér á strik í Englandi og að Salah sé að verða „alvarlegt vandamál“ innan liðs Arne Slot.

Liverpool situr í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar og samkvæmt Sport Bild má rekja vandræði liðsins og Wirtz til þess að Salah hafi ekki gefið honum eina einustu stoðsendingu. Þeir benda á að Egyptinn hafi aðeins þrjár stoðsendingar á tímabilinu, allar til leikmanna sem hafa verið lengi hjá félaginu.

Í greininni segir. „Það sést að hann horfir fram hjá Wirtz og lætur nýju dýru leikmennina ekki njóta sín. Salah er í auknum mæli að verða stórt vandamál fyrir Liverpool og Wirtz.“ Þeir bæta við að þrjóska Salah sé sífellt umræðuefni í klefanum og að hann standi í vegi fyrir nýju uppbyggingu liðsins.

Tímaritið lýsir Salah sem „konungi Englandsmeistaranna“ sem hindri framtíðarhlutverk Wirtz, sem keyptur var fyrir 140 milljónir evra og á að leiða sóknarleik Liverpool í framtíðinni. „Spurningin er hver velti Salah úr sessi, félagið, þjálfarinn eða liðsfélagarnir?“

Að lokum fullyrðir Sport Bild að það sé vel mögulegt að Salah fari til Sádi-Arabíu sumarið 2026.

Wirtz, sem skoraði 57 mörk í 197 leikjum fyrir Bayer Leverkusen, hefur verið gagnrýndur fyrir hæga aðlögun að enska boltanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo