fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt út tæpar 60 milljónir króna sem vonir standa til um að Reykjavíkurborg endurgreiði sambandinu.

Nýtt hybrid gras var lagt á Laugardalsvöll á síðasta ári og var það tilbúið til notkunar í sumar.

Upphafleg kostnaðaráætlun vegna vinnu við leikflötinn var um 502 mkr og niðurstaða framkvæmdar er um 505 mkr. Miðað við niðurstöðuna fór sá verkhluti 0,6% yfir áætlun og KSÍ hefur staðið straum af þeim kostnaði,“ segir í fundargerð stjórnar KSÍ.

Ráðast þurfti í viðgerðir á flóðljósum á vellinum sem kostaði sitt. „Lýsing vallarins hafði um nokkurn tíma verið metin ófullnægjandi og voru leikir á vellinum á tímabundinni undanþágu frá UEFA. Ráðist var í nauðsynlegar framkvæmdir vegna þess að upphæð um 59 mkr og var þeim lokið að fullu fyrir októberleiki A landsliðs karla. KSÍ greiddi þann kostnað en væntir þess að til komi endurgreiðsla frá Reykjavíkurborg. Þá eru ótaldir verkþættir sem falla undir rekstur og viðhald leikflatarins og er þar m.a. átt við tækjakost og annað sem KSÍ hefur lagt út fyrir, en skal skv. rekstrarsamningi greiðast af eiganda mannvirkisins (Reykjavíkurborg).,“ segir í fundargerð KSÍ.

Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri KSÍ fór yfir næstu skref framkvæmda.

„Þá fór Eysteinn yfir kostnaðaráætlun við næsta áfanga í framkvæmdum við þjóðarleikvanginn, sem snýr að svæðum í kjallara mannvirkisins (Baldurshagi, búningsklefar og önnur aðstaða liða og dómara, fjölmiðlaaðstaða og annað). Vonir standa til að hægt verði að hefja þær nauðsynlegu framkvæmdir snemma árs 2026 með góðum stuðningi ríkis og borgar,“
segir í fundargerð.

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ sagði frá fundi með stjórn Þjóðarleikvangs ehf. og fulltrúum ríkis og borgar sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ . Fundarefnið var staða Laugardalsvallar, uppbygging hans og framtíð sem þjóðarleikvangs. Vonir KSÍ eru að fljótlega muni liggja fyrir ákvarðanir eigenda Þjóðarleikvangs ehf. um næsta fasa framkvæmda og framtíðaráform uppbyggingar á Laugardalsvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram