

KSÍ hefur birt fundargerð sína frá fundi í október en fundargerðin var gerð opinber á vef sambandsins í gær.
Frá fundi stjórnar KSÍ frá því í október kemur fram að ÍTF (Íslenskur toppfótbolti) hafi flutt skrifstofur sína inn í höfuðstöðvar KSÍ.
ÍTF Hefur verið með starfstöð í Hafnarfirði síðustu ár en er nú komin í faðm sambandisns.
„Heimir Fannar Gunnlaugsson formaður ÍTF greindi frá nýjustu fréttum af vettvangi samtakanna. Mótin eru að klárast og verðlaunaafhendingar framundan. Skrifstofa ÍTF er að flytjast í húsnæði KSÍ í Laugardalnum og lýsti Heimir Fannar yfir ánægju með þá ákvörðun,“ segir í fundargerð KSÍ.
Svo virðist sem samstarf KSÍ og ÍTF sé þar með að aukast en nokkur gjá var á milli þessara aðila fyrir nokrkum árum.