
Manchester City, Liverpool og Tottenham hafa öll sýnt áhuga á Antoine Semenyo, samkvæmt Sky Sports.
Þessi 25 ára gamli sóknarmaður Bournemouth er á langtímasamningi þar, en sá inniheldur 65 milljóna punda klásúlu sem hægt er að virkja í janúar.
Semenyo setti það sem skilyrði að slíkt ákvæði yrði í samningnum sem hann skrifaði undir, með það fyrir augum að geta farið í stærra lið ef það stæði til boða.
Semenyo hefur verið frábær á þessari leiktíð, skorað sex mörk og lagt upp þrjú í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni.