
Danski landsliðsframherjinn Rasmus Hojlund hefur vakið talsverða umræðu eftir athugasemd sem hann skrifaði á Instagram hjá Scott McTominay stuttu eftir dramatískt 4-2 tap Dana gegn Skotum í undankeppni HM á Hampden Park.
Skotar tryggðu sér í fyrsta sinn sæti á HM síðan 1998 eftir æsispennandi lokamínútur, þar sem Kieran Tierney og Kenny McLean skoruðu í uppbótartíma og tryggðu liði Steve Clarke farseðilinn á mótið. McTominay hafði stkorað ótrúlegt mark með hjólhestaspyrnu snemma leiks.
Hojlund, sem jafnaði leikinn úr víti í síðari hálfleik áður en Danir misstu mann af velli, birti stutt skilaboð til fyrrum samherja síns hjá United og nú Napoli. „Til hamingju vinur, vel gert.“
Athugasemdin olli misjöfnum viðbrögðum fólks á samfélagsmiðlum. Sumir hrósuðu Dananum fyrir prúðmannlega framkomu, á meðan aðrir gagnrýndu hann fyrir að óska keppinauti til hamingju rétt eftir að Danir misstu af beinu sæti á HM.
Hér að neðan má sjá þetta.
