fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 11:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski landsliðsframherjinn Rasmus Hojlund hefur vakið talsverða umræðu eftir athugasemd sem hann skrifaði á Instagram hjá Scott McTominay stuttu eftir dramatískt 4-2 tap Dana gegn Skotum í undankeppni HM á Hampden Park.

Skotar tryggðu sér í fyrsta sinn sæti á HM síðan 1998 eftir æsispennandi lokamínútur, þar sem Kieran Tierney og Kenny McLean skoruðu í uppbótartíma og tryggðu liði Steve Clarke farseðilinn á mótið. McTominay hafði stkorað ótrúlegt mark með hjólhestaspyrnu snemma leiks.

Hojlund, sem jafnaði leikinn úr víti í síðari hálfleik áður en Danir misstu mann af velli, birti stutt skilaboð til fyrrum samherja síns hjá United og nú Napoli. „Til hamingju vinur, vel gert.“

Athugasemdin olli misjöfnum viðbrögðum fólks á samfélagsmiðlum. Sumir hrósuðu Dananum fyrir prúðmannlega framkomu, á meðan aðrir gagnrýndu hann fyrir að óska keppinauti til hamingju rétt eftir að Danir misstu af beinu sæti á HM.

Hér að neðan má sjá þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Í gær

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Í gær

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta