fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

433
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að ferill samfélagsmiðlastjörnunnar og áhrifavaldsins Kinsey Wolanski hafi tekið á flug eftir að hún hljóp inn á völlinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmum sex árum síðan.

Margir muna eftir atvikinu. Um var að ræða leik á milli Liverpool og Tottenham, þar sem fyrrnefnda liðið stóð uppi sem Evrópumeistari. Wolanski, sem er einnig mikill Íslandsvinur og hefur heimsótt landið oft, óð fáklædd inn á völlinn í miðjum leik.

Wolanski eftir að hún hljóp inn á völlinn. Mynd/Getty

Það er auðvitað stranglega bannað og var hún handsömuð. Þurfti Wolanski að dvelja í fangaklefa skamma stund. Síðan þá hefur hún hins vegar rakað inn fylgjendum á samfélagsmiðlum. Er hún til að mynda með 3,7 milljónir fylgjenda á Instagram og enn í fullu fjöri þar. Það má því segja að athæfið hafi að mörgu leyti borgað sig.

Wolanski hefur í dag tekið upp splunkuný áhugamál og gert sér feril úr þeim, meðfram því að vera auðvitað ansi vinsæll áhrifavaldur. Hún hefur nefnilega á undanförnum árum öðlast atvinnuflugmannsréttindi og hefur hún einnig réttindi til að fara í fallhlífarstökk.

Þetta hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig, en Wolanski ökklabrotnaði eitt sinn eftir misheppnað fallhlífarstökk í miklum vindi. Wolanski kveðst hamingjusöm með þennan nýja lífstíl samt sem áður. Hún kemur inn á það að flugnámið hafi verið langt og strangt.

„Ég flaug 112 klukkustundir áður en ég fór í lokaprófið. Þú þarft að standast þrjú próf, skriflegt, munnlegt og svo flugpróf. Þetta tók eitt og hálft ár,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta
433Sport
Í gær

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins
433Sport
Í gær

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar