fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotland tryggði sér sæti á HM 2026 með 4-2 sigri á Danmörku í dramatískum leik á Hampden Park í gær. Andy Robertson, leikmaður liðsins, minntist Diogo Jota í viðtali eftir leik.

„Ég var í molum í dag. Ég gat ekki hætt að hugsa um vin minn, Diogo Jota,“ sagði Robertson eftir leik, en hann og Jota léku auðvitað saman hjá Liverpool.

Hann rifjaði upp samtöl hans og Jota um að fara á HM, sérstaklega eftir að báðir misstu af mótinu 2022, Jota vegna kálfameiðsla og Robertson þar sem Skotlandi tókst ekki að komast á mótið.

„Við ræddum alltaf um hvernig það myndi vera að fara á þetta HM. Ég veit að hann er einhverstaðar að horfa á mig og brosir í kvöld.“

Robertson viðurkenndi að hann hefði reynt að fela tilfinningarnar sínar fyrir samherjunum.

„Ég held að ég hafi falið það vel, en ég er svo glöð að þetta fór svona,“ sagði hann.

Diogo Jota lést í bílsslysi í Spáni í júlí, aðeins 27 ára gamall, ásamt bróður sínum, Andre Silva.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan