
Pep Guardiola stjóri Manchester City er ósáttur við hversu lítill spiltíma Claudio Echverri fær á láni hjá Bayer Leverkusen.
Þýska blaðið Bild segir frá þessu, en argentíski sóknarmaðurinn er á láni hjá Leverkusen frá City. Þar fær hann þó sárafá tækifæri.
Hugsun Guardiola og City var einmitt sú að Echverri, sem er aðeins 19 ára gamall, fengi dýrmætar mínútur á hæsta stigi. Það hefur þó ekki gengið eftir.
Nú eru bæði félög og fulltrúar leikmannsins sögð skoða stöðuna alvarlega. Það er því spurning hvort Echverri verði aftur leikmaður City í janúar.
Kappinn gekk í raðir City frá River Plate fyrir tæpum tveimur árum síðan og hefur alls spilað þrjá leiki fyrir aðalliðið.