

Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaðurinn og landsliðsmaður Írlands Kevin Doyle vakti mikla athygli eftir dramatískan sigur þjóðar sinnar á Ungverjalandi í undankeppni HM í gær.
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu unnu ótrúlegan 3-2 sigur á Ungverjum í gær, þar sem sigurmarkið kom á lokaandartökum uppbótartíma. Er liðið þar með komið í umspil um sæti á HM en skilur Ungverja eftir.
Kevin Doyle calling Szobozlai a "Liverpool c*nt" 🤣🤣🤣🤣 pic.twitter.com/Sk8qKq1Ti1
— LiamD79 (@Liam_D79) November 16, 2025
Doyle, sem var í hlutverki sérfræðings hjá RTE Sport, sást á myndbandi fagna svakalega í myndveri og virtist þar bauna allhressilega á fyrirliða Ungverja, Dominik Szoboszlai.
Í klippu sem deilt var á samfélagsmiðlum má sjá Doyle hlaupa um myndverið og segja: „Sjúgðu þetta Liverpool-kuntan þín.“ Eðlilega eru einhverjir ósáttir við þennan fyrrum leikmann Wolves, Reading og fleiri liða, fyrir þetta.
Þess má geta að Szoboszlai virtist gera lítið úr Írum í fagnaðarátum Ungverja eftir að þeir komust í 2-1 í gær, eins og sjá má hér neðar.
What a turn of emotions for Dominik Szoboszlai. When Hungary scored their second goal in the 37th minute, he looked thrilled and on the way to a win against Ireland. But by the end of the game, he was devastated as Hungary were eliminated from a chance at the World Cup.
This is… pic.twitter.com/tpAURayzDU
— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2025