fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

433
Mánudaginn 17. nóvember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaðurinn og landsliðsmaður Írlands Kevin Doyle vakti mikla athygli eftir dramatískan sigur þjóðar sinnar á Ungverjalandi í undankeppni HM í gær.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu unnu ótrúlegan 3-2 sigur á Ungverjum í gær, þar sem sigurmarkið kom á lokaandartökum uppbótartíma. Er liðið þar með komið í umspil um sæti á HM en skilur Ungverja eftir.

Doyle, sem var í hlutverki sérfræðings hjá RTE Sport, sást á myndbandi fagna svakalega í myndveri og virtist þar bauna allhressilega á fyrirliða Ungverja, Dominik Szoboszlai.

Í klippu sem deilt var á samfélagsmiðlum má sjá Doyle hlaupa um myndverið og segja: „Sjúgðu þetta Liverpool-kuntan þín.“ Eðlilega eru einhverjir ósáttir við þennan fyrrum leikmann Wolves, Reading og fleiri liða, fyrir þetta.

Þess má geta að Szoboszlai virtist gera lítið úr Írum í fagnaðarátum Ungverja eftir að þeir komust í 2-1 í gær, eins og sjá má hér neðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish