fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. nóvember 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang segir að ákvörðunin að ganga til liðs við Chelsea hafi verið stór mistök.

Gabonmaðurinn er nú leikmaður Marseille í Frakklandi. Hann ræddi opinskátt um feril sinn í hlaðvarpi með stuðningsmönnum Arsenal.

Hinn 36 ára gamli Aubameyang hefur fundið taktinn á ný hjá Marseille þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í tíu leikjum, en hann sér enn eftir að hafa farið til Chelsea 2022.

„Það var stór mistök að fara þangað, andskoti stór mistök. Ég var á erfiðum stað hjá Barcelona á þeim tíma. Það var brotist inn á heimili mitt og félagið þurfti að selja leikmann, mig eða Memphis Depay. Eina tilboðið sem kom var frá Chelsea, svo ég ákvað að fara, fyrir fjölskylduna, þó það væri Chelsea,“ segir Aubameyang.

„Ég hugsaði að þetta yrði í lagi, Giroud fór frá Arsenal til Chelsea án vandræða, en fyrir mig var þetta allt öðruvísi.“

Aubameyang var frábær á tíma sínum hjá Arsenal. Skoraði hann 68 mörk í 128 leikjum. Hann var hins vegar ekki tebolli Mikel Arteta þegar leið á og var hann því losaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Í gær

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá