
Pierre-Emerick Aubameyang segir að ákvörðunin að ganga til liðs við Chelsea hafi verið stór mistök.
Gabonmaðurinn er nú leikmaður Marseille í Frakklandi. Hann ræddi opinskátt um feril sinn í hlaðvarpi með stuðningsmönnum Arsenal.
Hinn 36 ára gamli Aubameyang hefur fundið taktinn á ný hjá Marseille þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í tíu leikjum, en hann sér enn eftir að hafa farið til Chelsea 2022.
„Það var stór mistök að fara þangað, andskoti stór mistök. Ég var á erfiðum stað hjá Barcelona á þeim tíma. Það var brotist inn á heimili mitt og félagið þurfti að selja leikmann, mig eða Memphis Depay. Eina tilboðið sem kom var frá Chelsea, svo ég ákvað að fara, fyrir fjölskylduna, þó það væri Chelsea,“ segir Aubameyang.
„Ég hugsaði að þetta yrði í lagi, Giroud fór frá Arsenal til Chelsea án vandræða, en fyrir mig var þetta allt öðruvísi.“
Aubameyang var frábær á tíma sínum hjá Arsenal. Skoraði hann 68 mörk í 128 leikjum. Hann var hins vegar ekki tebolli Mikel Arteta þegar leið á og var hann því losaður.