fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

433
Mánudaginn 10. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðaðar hafa verið breytingar á Hlíðarenda en Hermann Hreiðarsson var ráðinn þjálfari liðsins í síðustu viku. Boðað hefur verið að yngja upp liðið á Hlíðarenda.

Málið var til umræðu í Þungavigtinni í dag og talað um að félagið hefði áhuga á að losa sig við fimm leikmenn sem eru samningsbundnir.

„Aron Jó, Hólmar Örn, Kristinn Freyr, Birkir Heimisson, Ögmundur Kristinsson,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson um þá leikmenn sem Valur hefði áhuga á að losa sig við.

Aron Jóhannsson átti góða spretti með Val í sumar, Hólmar Örn Eyjólfsson var einn besti varnarmaður deildarinnar, Kristinn Freyr hefur verið einn jafn besti leikmaður Vals um langt skeið, Birkir Heimisson snéri aftur í Val fyrir síðustu leiktíð og Ögmundur Kristinsson var mikið fjarverandi í sumar vegna meiðsla.

„Ef menn eru samningsbundnir og leikmaðurinn vill ekki fara, þá þarf að borga þeim út,“ sagði Kristján í þættinum en allir þessir leikmenn eru með áframhaldanandi samning við Val.

Mynd/Eyþór Árnason

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA telur að þetta sé verkefnið sem Hermann Hreiðarsson fær en telur að Valur geti aldrei fengið jafn góða leikmenn í sinn hóp.

„Birkir byrjaði vel í sumar en meiddist svo, náði sér ekki á strik. Hann er góður leikmaður, mér finnst mjög skrýtið ef þeir ætla að láta hann fara. Hitt er meira en fótbolti, allir eru góðir í fótbolta. Ef ég væri að taka við Val núna, þá myndi ég gefa Aroni Jó einn séns. Vertu bara besti maðurinn í liðinu, sýndu það núna. Það er eitthvað annað en fótbolti, það er alveg ljóst ef það kemur nýr leikmaður inn í Val þá þarf hann að hneigja þig fyrir þeim. Aron, Hólmar og Kristinn stjórna örugglega klefanum,“ sagði Mikael.

„Hemmi á að breyta þessu, til að búa til nýjan klefa þá þurfi að losa þessa leikmenn. Að losa þessa þrjá, þú fyllir aldrei þessi skörð á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“