

Marc Guehi virðist ætla að hafna Spáni eftir að Real Madrid hefur dregið sig úr baráttunni um undirskrift hans.
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hafa launa- og undirskriftarkröfur varnarmannsins verið of háar fyrir Real, sem nú horfir í aðra valkosti.
Enski landsliðsmaðurinn hefur verið einn af áberandi miðvörðum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og vakið áhuga stærstu félaga Evrópu. Samkvæmt enskum eru Liverpool og Bayern München fremst í röðinni um að tryggja sér krafta hans, en Guehi er sagður halda öllum möguleikum opnum.
Guehi er samningsbundinn Crystal Palace til júní 2026 og hefur engin áform um að framlengja.
Liverpool er talið líklegasti áfangastaður Guehi sem hélt að hann væri á leið til félagisns í sumar þegar Palace hætti við að selja hann á lokadegi gluggans.