fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild HK hefur samið við Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára.

Gunnar Heiðar er uppalinn Eyjamaður, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og spilaði fjölda leikja fyrir íslenska landsliðið.

Sem þjálfari hefur hann þjálfað KFS, Vestra og nú seinast Njarðvík þar sem hann náði eftirtektarverðum árangri.

HK hefur einnig samið við þá Arnar Frey Smárason sem aðstoðarþjálfara og Sigurð Má Birnisson sem styrktarþjálfara en þeir hafa þjálfað með Gunnari undanfarin ár.

„Við hjá HK erum gríðarlega ánægð með að hafa samið við Gunnar Heiðar. Hann hefur sannað sig sem þjálfari undanfarin ár og við teljum hann og teymið smellpassa við leikmannahóp HK. Það er samhljómur í metnaði Gunnars Heiðars og félagsins að koma HK á þann stað sem við teljum það eiga að vera á, í deild þeirra bestu“ segir Sigurjón Hallgrímsson formaður knattspyrnudeildar HK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst