fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 07:00

Frá Nývangi í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld í Barcelona hafa hafið rannsókn vegna mögulegs berklaútbrots á Nývangi, heimavelli Barcelona.

Að sögn El País greindist starfsmaður sem vinnur við endurbætur á vellinum með berkla eftir að hafa sýnt einkenni sem samræmast sjúkdómnum, þar á meðal þrálátan hósta, hita, þyngdartap og mikla þreytu.

Starfsmaðurinn fór í læknisskoðun þar sem greiningin var staðfest. Barcelona Public Health Agency (ASPB) hefur nú hafið smitrakningu og hefur 23 einstaklingum sem haft gætu komist í snertingu við viðkomandi verið boðið upp á próf.

Nývangur er nú í umfangsmiklum endurbótum og starfsfólk á staðnum hefur verið upplýst um stöðuna. Ekki er talið að almennir áhorfendur hafi verið í hættu þar sem leikvangurinn hefur verið lokaður fyrir almenningi meðan á framkvæmdum stendur.

Heilbrigðisyfirvöld fylgjast áfram með málinu og gera ráð fyrir frekari skimunum ef þess gerist þörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn