Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði Íslands gegn Úkraínu segist leita mikið til Arons Einars Gunnarssonar fyrrum fyrirliða liðsins til að fá ráð.
Aron Einar er mættur aftur í landsliðshópinn fyrir leiki gegn Úkraínu og Frakklandi, fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli á morgun.
Hákon er varafyrirliði liðsins og tekur bandið þegar Orri Stein Óskarsson er meiddur.
Miðjumaður Lille var spurður út í það hvort hann leiti mikið til Arons sem var fyrirliði liðsins áður en Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun liðsins.
„Svo sannarlega, hann er alltaf að hjálpa mér og Orra. Það er langt síðan að Orri var hérna, Aron er alltaf tilbúinn að hjálpa,“ sagði Hákon Arnar á fréttamannafundi í dag.
Aron er 36 ára gamall og hefur lengi verið að. „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð, það er geggjað að hafa hann. Hann hjálpar manni alltaf.“