fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Kom mörgum á óvart – Slakaði á í sjónum skömmu eftir að hafa verið rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Russell Martin, sem var rekinn sem knattspyrnustjóri Rangers á sunnudagskvöld, sást njóta sín við Loch Lomond í Skotlandi daginn eftir og virtist ekkert sérstaklega stressaður yfir stöðunni.

Martin, 39 ára Englendingur og fyrrum stjóri Southampton, var látinn taka pokann sinn eftir aðeins sjö deildarleiki við stjórnvölinn í Glasgow. Tíðindin komu ekki á óvart þar sem hann hafði verið afar óvinsæll meðal stuðningsmanna Rangers frá fyrsta degi.

Eftir síðasta leik sinn við stjórnvölinn, gegn Falkirk á sunnudag, var reiðin svo mikil í stúkunni að lögregla þurfti að fylgja Martin frá leikvanginum til að tryggja öryggi hans. Skömmu síðar var staðfest að hann hefði verið rekinn.

Daginn eftir sást Martin þó slaka á í góðum félagsskap fyrirsætunnar Lucy Pinder, kærustu hans, við vatnið fræga Loch Lomond um 50 km frá Glasgow. Að sögn vitna virtist Martin í fínu formi og hló og naut lífsins í köldum ferskvatninu.

Margir heimamenn sögðust hissa á að sjá parið í svona góðum gír, svona stuttu eftir að Martin missti starfið hjá einu stærsta félagi Skotlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andri útskýrir af hverju Grétar bróðir hans ætlaði að buffa Tarik á sunnudag – „Segir eitthvað get up pussy“

Andri útskýrir af hverju Grétar bróðir hans ætlaði að buffa Tarik á sunnudag – „Segir eitthvað get up pussy“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja halda Rashford en nokkrar leiðir koma til greina

Vilja halda Rashford en nokkrar leiðir koma til greina
433Sport
Í gær

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag
433Sport
Í gær

Sölvi Geir opnar sig um lygilega hjátrú sem hann sagði svo skilið við

Sölvi Geir opnar sig um lygilega hjátrú sem hann sagði svo skilið við