fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Hjólar í Gary Lineker og sakar hann um gyðingahatur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi þjálfari í ensku úrvalsdeildinni, Avram Grant, hefur sakað Gary Lineker um að nýta hryðjuverkaárásina við samkunduhús í Manchester sem afsökun til að kynda undir hatri og sundrungu.

Tveir gyðingar, Melvin Cravitz (66) og Adrian Daulby (53), létust í árásinni sem átti sér stað við Heaton Park samkunduhúsið á Yom Kippur, þegar sýrlenskur maður ók bílnum sínum á bygginguna og réðist á tilbeiðendur með hnífi. Þrír til viðbótar særðust.

Í kjölfarið hefur Lineker birt fjölda færslna á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir stuðning við fórnarlömb í Gasa. Þar á meðal deildi hann myndbandi þar sem Zack Polanski, leiðtogi Græningja í Bretlandi, gagnrýndi þá sem notuðu árásina í Manchester til að réttlæta bann við friðsamlegum mótmælum gegn aðgerðum Ísraels í Gasa.

Lineker, sem var látinn fara frá BBC fyrr á árinu eftir að hafa deilt færslu um síonisma með mynd sem margir töldu gyðingahatur, hefur síðan tjáð sig reglulega um ástandið í Gasa og gagnrýnt BBC harðlega fyrir að hætta við sýningu heimildarmyndarinnar Gaza: Doctors Under Attack.

Avram Grant, sem er frá Ísrael, gagnrýndi Lineker harðlega á Instagram: „Þú ert heiðraður fyrir framlag þitt til knattspyrnunnar, en í stað þess að sameina fólk notar þú árás gegn saklausum gyðingum til að auka sundrungu,“ sagði hann.

„Af hverju sýnir þú enga samúð með fórnarlömbum 7. október? Með fólki sem var myrt í bænahúsi í Manchester, bara vegna þess að það var gyðingar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stóri dómurinn gæti fallið yfir City á allra næstu dögum

Stóri dómurinn gæti fallið yfir City á allra næstu dögum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Klara Kristín spilar fyrir Benfica í Bandaríkjunum – Foreldrar hennar þekkt íþróttafólk

Klara Kristín spilar fyrir Benfica í Bandaríkjunum – Foreldrar hennar þekkt íþróttafólk
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham ekki lengi að opna veskið og sækir mann til að fylla skarð Alba

Beckham ekki lengi að opna veskið og sækir mann til að fylla skarð Alba
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rútubílstjóri rekinn fyrir klæðaburð sinn á sunnudag – Sagður hafa skapað hættu fyrir farþega

Rútubílstjóri rekinn fyrir klæðaburð sinn á sunnudag – Sagður hafa skapað hættu fyrir farþega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sögulegt afrek Ronaldo – Útnefndur sem fyrsti milljarðamæringurinn

Sögulegt afrek Ronaldo – Útnefndur sem fyrsti milljarðamæringurinn
433Sport
Í gær

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima
433Sport
Í gær

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla