Endrick er líklega á förum frá Real Madrid í janúar en þessi 19 ára sóknarmaður hefur fengið fá tækifæri undanfarið.
West Ham á Englandi hefur áhuga á að fá hann en hann hefur gríðarlega hæfileika.
Real Sociedad og Valencia hafa einnig sýnt honum mikinn áhuga og er búist við að hann fari í janúar á láni.
Endrick er gríðarlegt efni en hann kom til Real Madrid á síðasta ári.
Hann hefur spilað 14 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim leikjum þrjú mörk.