fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Donni tekur við U19

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ráðið Halldór Jón Sigurðsson sem nýjan þjálfara U19 landsliðs kvenna og verður hann jafnframt aðstoðarþjálfari U17 og U16 liðs kvenna.

Donni, eins og hann er jafnan kallaður, er fæddur árið 1983 og klárar KSÍ Pro gráðu í þjálfun í nóvember – reynslumikill þjálfari og knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur. Hann hóf þjálfaraferilinn í meistaraflokki árið 2011 og þjálfaði karlalið Tindastóls og Þórs áður en hann tók við kvennaliði Þórs/KA árið 2017. Árið 2022 tók Donni við stjórnartaumunum hjá bæði kvennaliði og karlaliði Tindastóls, en stýrði síðan eingöngu kvennaliði félagsins til og með 2025, þar sem hann lauk störfum að loknu nýafstöðnu keppnistímabili.

KSÍ býður Halldór Jón velkominn til starfa. Fyrsta verkefni hans með U19 liðið er riðill í undankeppni EM 2026 sem fram fer um mánaðamótin nóvember/desember, þar sem ásamt Íslandi verða lið Portúgals, Danmerkur og Kosóvó.

KSÍ getur við nú einnig greint frá því að nokkrar tilfæringar verða gerðar á öðrum störfum í yngri landsliðum kvenna. Aldís Ylfa Heimisdóttir mun taka við stöðu yfirmanns hæfileikamótunar og U15 landsliðs kvenna og Margrét Magnúsdóttir mun taka við þjálfun U17/U16 landsliðs kvenna ásamt því að aðstoða Donna með U19 kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjólar í Gary Lineker og sakar hann um gyðingahatur

Hjólar í Gary Lineker og sakar hann um gyðingahatur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klara Kristín spilar fyrir Benfica í Bandaríkjunum – Foreldrar hennar þekkt íþróttafólk

Klara Kristín spilar fyrir Benfica í Bandaríkjunum – Foreldrar hennar þekkt íþróttafólk
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vonast til að Lammens sé Courtois 2.0

Vonast til að Lammens sé Courtois 2.0
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ratcliffe staðfestir að Amorim fái árin þrjú til að byggja upp gott lið

Ratcliffe staðfestir að Amorim fái árin þrjú til að byggja upp gott lið