Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands skoðar það að breyta vinnureglum eftir að hafa hlotið mikla gagnrýni fyrir að hafa ekki hringt í Jóhann Berg Guðmundsson á dögunum.
Arnar sagði skjalið sem hann vinnur eftir vera lifandi, Jóhann var ekki valinn í hópinn sem mætir Úkraínu á morgun og Frakklandi á föstudag.
Meira:
Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“
Sú ákvörðun var ekki mikið gagnrýnd en sú staðreynd að Arnar hafi ekki tekið upp tólið og hringt í mann sem hefur verið lykilmaður í landsliðinu í 16 ár var mikið gagnrýnd
„Það hefur hver sínar aðferðir, það er spurning er hvenær áttu að hætta að hringja í leikmenn. Það er vinnuregla, á ég að hringja í þig aftur ef þú ert ekki í hóp. Er það eftir fimm eða þrjá glugga,“ sagði Arnar í Brennslunni á FM957 í dag.
Arnar segist hringja í þá sem hann hendir úr hópnum. „Þeir leikmenn sem detta út úr hóp, ég hringi í þá. Það eru vonbrigði.“
Arnar segir það eðlilega að hann sé gagnrýndur fyrir eitthvað í starfi. „Svo má alveg gagnrýna það, það getur vel verið að þetta sé kolvitlaust. Þetta er lifandi skjal.“