fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Arnar útilokar ekki að breyta vinnureglum eftir gagnrýni – „Þetta er lifandi skjal“

433
Fimmtudaginn 9. október 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands skoðar það að breyta vinnureglum eftir að hafa hlotið mikla gagnrýni fyrir að hafa ekki hringt í Jóhann Berg Guðmundsson á dögunum.

Arnar sagði skjalið sem hann vinnur eftir vera lifandi, Jóhann var ekki valinn í hópinn sem mætir Úkraínu á morgun og Frakklandi á föstudag.

Meira:
Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“

Sú ákvörðun var ekki mikið gagnrýnd en sú staðreynd að Arnar hafi ekki tekið upp tólið og hringt í mann sem hefur verið lykilmaður í landsliðinu í 16 ár var mikið gagnrýnd

„Það hefur hver sínar aðferðir, það er spurning er hvenær áttu að hætta að hringja í leikmenn. Það er vinnuregla, á ég að hringja í þig aftur ef þú ert ekki í hóp. Er það eftir fimm eða þrjá glugga,“ sagði Arnar í Brennslunni á FM957 í dag.

Arnar segist hringja í þá sem hann hendir úr hópnum. „Þeir leikmenn sem detta út úr hóp, ég hringi í þá. Það eru vonbrigði.“

Arnar segir það eðlilega að hann sé gagnrýndur fyrir eitthvað í starfi. „Svo má alveg gagnrýna það, það getur vel verið að þetta sé kolvitlaust. Þetta er lifandi skjal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stóri dómurinn gæti fallið yfir City á allra næstu dögum

Stóri dómurinn gæti fallið yfir City á allra næstu dögum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Klara Kristín spilar fyrir Benfica í Bandaríkjunum – Foreldrar hennar þekkt íþróttafólk

Klara Kristín spilar fyrir Benfica í Bandaríkjunum – Foreldrar hennar þekkt íþróttafólk
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham ekki lengi að opna veskið og sækir mann til að fylla skarð Alba

Beckham ekki lengi að opna veskið og sækir mann til að fylla skarð Alba
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rútubílstjóri rekinn fyrir klæðaburð sinn á sunnudag – Sagður hafa skapað hættu fyrir farþega

Rútubílstjóri rekinn fyrir klæðaburð sinn á sunnudag – Sagður hafa skapað hættu fyrir farþega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sögulegt afrek Ronaldo – Útnefndur sem fyrsti milljarðamæringurinn

Sögulegt afrek Ronaldo – Útnefndur sem fyrsti milljarðamæringurinn
433Sport
Í gær

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima
433Sport
Í gær

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla