fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Vilja halda Rashford en nokkrar leiðir koma til greina

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur ákveðið að reyna að halda Marcus Rashford þegar lánssamningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Enski sóknarmaðurinn gekk til liðs við spænska stórliðið á láni frá Manchester United síðastliðið sumar og hefur byrjað vel hjá nýju félaginu, er með þrjú mörk og fimm stoðsendingar í fyrstu tíu leikjunum.

Samkvæmt fréttum á Spáni hyggst Barcelona virkja kaupákvæði í lánssamningnum, sem hljóðar upp á 26 milljónir punda. Hins vegar er ljóst að fjárhagsstaða félagsins gæti gert þeim erfitt fyrir.

Vegna fjárhagsreglna La Liga þarf félagið að halda launakostnaði innan ákveðinna marka og gæti því þurft að bjóða Rashford lægri laun en þau 325 þúsund pund á viku sem hann fær hjá Manchester United.

Að sama skapi gæti Barcelona reynt að semja beint við United um lægra kaupverð eða jafnvel framlengja lánssamninginn um eitt ár í viðbót, á meðan unnið er að því að laga fjárhaginn.

Rashford á ekki afturkvæmt á Old Trafford að svo stöddu þar sem samband hans við Ruben Amorim, stjóra United, er talið vera mjög stirt eftir deilur þeirra á síðasta tímabili.

Framherjinn lék fyrri hluta ársins á láni hjá Aston Villa áður en hann fór til Barcelona í sumar.

Rashford, sem er samningsbundinn United til sumarsins 2028, hefur með frammistöðu sinni í Katalóníu komið sér aftur inn í enska landsliðshópinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sesko leitar að stuðningsmanni United

Sesko leitar að stuðningsmanni United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skemmtileg stund á æfingu Íslands þegar góðir gestir mættu í heimsókn

Skemmtileg stund á æfingu Íslands þegar góðir gestir mættu í heimsókn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“
433Sport
Í gær

Daníel Tristan um uppákomuna á dögunum: „Missti hausinn í eina sekúndu og þá gerðist þetta“

Daníel Tristan um uppákomuna á dögunum: „Missti hausinn í eina sekúndu og þá gerðist þetta“
433Sport
Í gær

Logi brattur fyrir mikilvæga leiki – „Ég vil ekki jinxa neitt“

Logi brattur fyrir mikilvæga leiki – „Ég vil ekki jinxa neitt“