Veðbankar búast við hörkuleik milli Íslands og Úkraínu í undankeppni HM á föstudag en gestirnir þykja ívið líklegri til að sigra.
Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en Úkraína aðeins eitt. Bæði lið hafa mætt Frökkum og Aserbaísjan.
Strákarnir okkar koma sér því í frábæra stöðu upp á að ná í annað sætið og þar með umspilssæti með sigri á Úkraínu á föstudag.
Veðbankar telja þó sem fyrr segir líklegt að sterkt lið Úkraínu taki sigur. Á Lengjunni er stuðull á sigur Úkraínu 2,40 en 2,65 á Ísland. Stuðull á jafntefli er 3,16.
Leikurinn fer fram á föstudag klukkan 18:45, en Ísland mætir svo Frökkum á mánudagskvöld.