Benjamin Sesko og umboðsmaður hans leita nú að stuðningsmanni sem fagnaði marki framherjans í sigri gegn Sunderland um helgina.
Sesko, sem kom til United frá RB Leipzig í sumar fyrir um 74 milljónir punda, skoraði sitt fyrsta mark á Old Trafford í 2-0 sigri liðsins. Hann fagnaði fyrir framan Stretford stúkuna og einn stuðningsmaður United var sérstaklega áberandi í fögnuðinum.
Umboðsmaður framherjans birti mynd af aðdáandanum á samfélagsmiðlum og óskaði eftir nánari upplýsingum um hann.
„Við elskum þessa ástríðu. Við erum að leita að þessum herramanni svo Benjamin geti komið honum á óvart fyrir að fagna svona innilega með honum.“