Endurupptaka réttarhaldanna yfir Harry Maguire hefur verið frestað í fjórða sinn, meira en fimm árum eftir að varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos.
Réttarhöldin áttu að fara fram á miðvikudagsmorgun í Syros og var varnarteymi Maguire mætt í dómssal í þeirri von um að hreinsa nafn hans. Enn á ný var málinu þó frestað, nú fram í mars á næsta ári.
Það er jafnvel mögulegt að málið komi aldrei fyrir dóm aftur, þar sem fyrningarfrestur samkvæmt grískum lögum tekur gildi átta árum eftir atburðinn, í ágúst 2028.
Maguire, sem þurfti ekki að mæta persónulega fyrir dóm, var handtekinn sumarið 2020 eftir slagsmál í fjölskylduferð og síðar dæmdur fyrir líkamsárás gegn lögreglumanni og tilraun til mútugreiðslu.
Hann fékk 21 mánaða skilorðsbundinn dóm, en samkvæmt grískum lögum var dómnum sjálfkrafa hnekkt þegar hann áfrýjaði.
Endurupptakan hefur áður verið frestuð þrisvar, fyrst í maí 2023 vegna fjarveru verjanda Maguire, svo í febrúar 2024 vegna verkfalls grískra lögfræðinga og að lokum í mars síðastliðnum.