fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Réttarhöldum frestað í fjórða sinn – Sakaður um að hafa ráðist á lögreglumenn í sumarfríi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 19:00

Maguire og Fern.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurupptaka réttarhaldanna yfir Harry Maguire hefur verið frestað í fjórða sinn, meira en fimm árum eftir að varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos.

Réttarhöldin áttu að fara fram á miðvikudagsmorgun í Syros og var varnarteymi Maguire mætt í dómssal í þeirri von um að hreinsa nafn hans. Enn á ný var málinu þó frestað, nú fram í mars á næsta ári.

Það er jafnvel mögulegt að málið komi aldrei fyrir dóm aftur, þar sem fyrningarfrestur samkvæmt grískum lögum tekur gildi átta árum eftir atburðinn, í ágúst 2028.

Getty Images

Maguire, sem þurfti ekki að mæta persónulega fyrir dóm, var handtekinn sumarið 2020 eftir slagsmál í fjölskylduferð og síðar dæmdur fyrir líkamsárás gegn lögreglumanni og tilraun til mútugreiðslu.

Hann fékk 21 mánaða skilorðsbundinn dóm, en samkvæmt grískum lögum var dómnum sjálfkrafa hnekkt þegar hann áfrýjaði.

Endurupptakan hefur áður verið frestuð þrisvar, fyrst í maí 2023 vegna fjarveru verjanda Maguire, svo í febrúar 2024 vegna verkfalls grískra lögfræðinga og að lokum í mars síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig
433Sport
Í gær

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest