fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Knattspyrnumaður ákærður fyrir kynferðisbrot – Gæti hlotið margra ára dóm

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 12:36

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafa Mir, fyrrverandi leikmaður Wolves og Nottingham Forest, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot.

Mir, sem 28 ára, leikur nú fyrir Elche á láni frá Sevilla. Hann var handtekinn í september 2024 á meðan hann var á láni hjá Valencia. Einnig var vinur hans, fyrrum spænski unglingalandsliðsmaðurinn Pablo Jara, handtekinn.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum á Mir að mæta fyrir dóm þann 13. október, vegna þess að hann er sakaður um að hafa ráðist á 21 árs gamla konu. Konan á að hafa hitt Mir og Jara á næturklúbbi og farið með þeim heim til Mir ásamt vinkonu sinni. Þar segir hún að brot hafi átt sér stað inni á baðherbergi og í sundlaug heimilisins.

Mir var í gæsluvarðhaldi í nokkra daga áður en honum var sleppt gegn tryggingu upp á hátt í 2 milljónir króna, á meðan Jara greiddi rúmlega helmingi minna. Mir var jafnframt bannað að yfirgefa landið, var gert að skila vegabréfi og bannað að vera innan við 500 metra frá meintum brotaþola meðan málið er til meðferðar.

Ef hann verður fundinn sekur gæti Mir verið dæmdur í margra ára fangelsi. Spænska knattspyrnusambandið getur einnig bannað hann í allt að fimm ár ef talið verður að hann hafi skaðað orðspor íþróttarinnar.

Mir lék með Wolves frá 2018 til 2021, en spilaði aðeins fjóra leiki með liðinu. Hann var á láni hjá Nottingham Forest í hálft tímabil 2019-20, þar sem hann lék 13 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo opnar sig um samtöl sem hann hefur átt við fjölskyldu og vini um framtíð sína

Ronaldo opnar sig um samtöl sem hann hefur átt við fjölskyldu og vini um framtíð sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslandsmeistararnir mæta Serbunum annað kvöld

Íslandsmeistararnir mæta Serbunum annað kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“
433Sport
Í gær

Logi brattur fyrir mikilvæga leiki – „Ég vil ekki jinxa neitt“

Logi brattur fyrir mikilvæga leiki – „Ég vil ekki jinxa neitt“
433Sport
Í gær

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres