fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Ísak: „Það er líka hefnd í okkar huga, okkur leið ekki vel þá“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður er bjartsýnn á að Ísland geti unnið Úkaínu í undankeppni HM á föstudag og komið sér í frábæra stöðu upp á framhaldið.

„Við erum allir mjög vel stemmdir, áttum auðvitað þennan góða glugga síðast og getum byggt ofan á frammistöðurnar þar. Við erum klárir í þetta,“ sagði Ísak.

Íslenska liðið átti tvo mjög góða leiki í síðasta mánuði, burstuðu Aserbaísjan en töpuðu naumlega gegn Frökkum. Mikill meðbyr er með liðinu, uppselt á báða leikina sem framundan eru og liðið finnur fyrir því.

video
play-sharp-fill

„Já, algjörlega. Þetta er í fyrsta sinn síðan ég kom inn í landsliðið sem er uppselt svo við erum mjög spenntir. Okkur kitlar í puttanna að spila,“ sagði Ísak.

Ísland tapaði gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í mars í fyrra. Vill liðið hefna fyrir það.

„Ég held að þetta verði 50/50 leikur. Við spiluðum við þá í úrslitaleiknum fyrir EM svo það er líka hefnd í okkar huga, okkur leið ekki vel þá. Við erum líka búnir að þróa okkur sem lið síðan, spilum miklu betri fótbolta. Það á enginn að koma hingað og vinna okkur.“

Ísland er með þrjú stig í riðlinum en Úkraína aðeins eitt.

„Ef við vinnum förum við í sex stig og skiljum þá eftir með eitt. Ef við vinnum setjum við okkur allavega í mjög góða stöðu. Við setjum fókus á það og svo sjáum við hvað gerist með Frakkana,“ sagði Ísak, en Ísland mætir Frakklandi á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnumaður ákærður fyrir kynferðisbrot – Gæti hlotið margra ára dóm

Knattspyrnumaður ákærður fyrir kynferðisbrot – Gæti hlotið margra ára dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Reyndi að hefja framhjáhald skömmu eftir brúðkaupið sitt – „Hver í andskotanum gerir svona?“

Reyndi að hefja framhjáhald skömmu eftir brúðkaupið sitt – „Hver í andskotanum gerir svona?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo opnar sig um samtöl sem hann hefur átt við fjölskyldu og vini um framtíð sína

Ronaldo opnar sig um samtöl sem hann hefur átt við fjölskyldu og vini um framtíð sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er draumur Forest sem stjóri – Fundað í vikunni um framtíð Ange

Þetta er draumur Forest sem stjóri – Fundað í vikunni um framtíð Ange
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yngri leikmenn United látnir dúsa í skúr á bílaplaninu næstu mánuði

Yngri leikmenn United látnir dúsa í skúr á bílaplaninu næstu mánuði
433Sport
Í gær

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“
433Sport
Í gær

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“
Hide picture