Goðsögn Liverpool, Steven Gerrard, segir að hann hefði aldrei yfirgefið félagið á þann hátt sem Trent Alexander-Arnold gerði síðasta sumar.
Alexander-Arnold, sem ólst upp hjá félaginu og var lykilmaður í liðinu, hafnaði nýjum samningi og fór til Real Madrid fyrir 10 milljónir punda, ákvörðun sem margir stuðningsmenn tóku illa.
„Ég hefði ekki gert þetta,“ sagði Gerrard í viðtali við Rio Ferdinand hlaðvarpið.
„Hann tók stórt áhættuskref. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður og einn besti sendingarmaður sem ég hef séð, í sömu umræðu og Beckham og Scholes.“
„En að yfirgefa Liverpool á besta aldri, með samningsboð á borðinu, hann tók áhættu og er að lifa hana núna. Ég vona að þetta gangi upp hjá honum, því ég elska þennan strák. Ef ég tek Liverpoolhúfuna af mér, þá skil ég þetta, Real Madrid og Barcelona snúa höfuðum leikmanna, sama hvaðan þeir koma.“
Gerrard viðurkenndi að Real Madrid reyndi að fá hann sjálfan á sínum tíma, undir stjórn Mourinho, en hann ákvað að vera áfram.
„En um leið og ég set Liverpoolhúfuna aftur á mig… hvað ertu að gera? Þú ert að vinna Meistaradeildina, þú ert lykilmaður hjá einu besta liði Evrópu. Stuðningsmennirnir elska þig!“
Gerrard bætti við að Alexander-Arnold hefði getað orðið goðsögn með því að vera áfram