Tómas Steindórsson, útvarpsmaður með meiru, fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni á 433.is fyrir helgi.
Það er uppselt á komandi leiki íslenska karlalandsliðsins hér heima gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM.
„Þetta sýnir hvað er stutt í geðveikina hjá íslensku þjóðinni, ef það er smá jákvæðni og von í kringum liðið,“ sagði Helgi, en frábærlega gekk í síðasta landsleikjaglugga.
„Góð úrslit í þessum glugga og þá erum við bara í mjög vænlegri stöðu um að komast í umspil HM. Þetta er fljótt að breytast í þessu,“ sagði Tómas.
Ísland burstaði Aserbaísjan og var nálægt því að taka stig gegn Frökkum í síðasta mánuði.
„Það kom mér mjög á óvart. Bara bilið frá síðasta glugga og þeim sem var þar áður,“ sagði Tómas einnig.
Þátturinn í heild er í spilaranum.