fbpx
Laugardagur 04.október 2025
433Sport

Kvarta til UEFA eftir tap gegn Elíasi Rafni og félögum

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. október 2025 11:00

Elías Rafn Ólafsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest hefur lagt fram kvörtun til UEFA vegna dómgæslu í 3-2 tapi liðsins gegn FC Midtjylland í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag. Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki danska liðsins.

Daily Mail greinir frá því að niðurstaðan hafi aukið á óvissu um stöðu Ange Postecoglou, sem enn bíður eftir sínum fyrsta sigri sem stjóri Forest, sex leikjum inn í starfið.

Forest eru sagðir mjög ósáttir við hvernig franski dómarinn Willy Delajod stjórnaði leiknum. Þrátt fyrir grófan leikstíl Midtjylland fékk aðeins einn leikmaður þeirra, bakvörðurinn Kevin Mbabu, gult spjald. Á sama tíma fengu þrír leikmenn Forest áminningu: Morato, Igor Jesus og Morgan Gibbs-White.

Liðið er einnig óánægt með þann fjölda stoppana í leiknum sem þeir telja hafa komið í veg fyrir að liðið náði takt og yfirhönd.

Ein harka­leg tækling Denil Castillo á Elliot Anderson er eitthvað sem fór illa í Forest, en Castillo fékk aðeins tiltal.

Ákveðið verður í landsleikjahléinu hvort Forest haldi áfram með Postecoglou, sérstaklega ef liðið nær ekki í sigur gegn Newcastle um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tjáir sig um söngva stuðningsmanna

Tjáir sig um söngva stuðningsmanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikur helgarinnar breytir engu fyrir stöðu Amorim

Leikur helgarinnar breytir engu fyrir stöðu Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim svarar Rooney – „Það tengist ekki kerfinu, að mínu mati“

Amorim svarar Rooney – „Það tengist ekki kerfinu, að mínu mati“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir Guðjónsson sendir sneið á Davíð Viðarsson – „Það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við“

Heimir Guðjónsson sendir sneið á Davíð Viðarsson – „Það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við“
433Sport
Í gær

Líkur á að Postecoglou verði rekinn eftir helgi

Líkur á að Postecoglou verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum