Nottingham Forest hefur lagt fram kvörtun til UEFA vegna dómgæslu í 3-2 tapi liðsins gegn FC Midtjylland í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag. Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki danska liðsins.
Daily Mail greinir frá því að niðurstaðan hafi aukið á óvissu um stöðu Ange Postecoglou, sem enn bíður eftir sínum fyrsta sigri sem stjóri Forest, sex leikjum inn í starfið.
Forest eru sagðir mjög ósáttir við hvernig franski dómarinn Willy Delajod stjórnaði leiknum. Þrátt fyrir grófan leikstíl Midtjylland fékk aðeins einn leikmaður þeirra, bakvörðurinn Kevin Mbabu, gult spjald. Á sama tíma fengu þrír leikmenn Forest áminningu: Morato, Igor Jesus og Morgan Gibbs-White.
Liðið er einnig óánægt með þann fjölda stoppana í leiknum sem þeir telja hafa komið í veg fyrir að liðið náði takt og yfirhönd.
Ein harkaleg tækling Denil Castillo á Elliot Anderson er eitthvað sem fór illa í Forest, en Castillo fékk aðeins tiltal.
Ákveðið verður í landsleikjahléinu hvort Forest haldi áfram með Postecoglou, sérstaklega ef liðið nær ekki í sigur gegn Newcastle um helgina.