fbpx
Föstudagur 03.október 2025
433Sport

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“

433
Föstudaginn 3. október 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen hefði tekið upp símann sem landsliðsþjálfari og hringt í Jóhann Berg Guðmundsson til að láta vita að hann yrði ekki í landsliðshópnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, gerði það ekki.

Jóhann sem hefur spilað 99 landsleiki er ekki í hópnum að þessu sinni og var málið rætt í Dr. Football en mikið hefur verið rætt um þá ákvörðun Arnars að eiga ekki samskipti við Jóhann um valið.

„Þegar þú ert leikmaður eins og Jói Berg með alla þessa landsleiki og gera þetta, hefur hann rétt á því að vera pínu ósáttur?,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Meira:
Tóku Arnar til bæna í beinni á Sýn í gær: Sakaður um virðingarleysi – „Mér fannst það aðeins skrýtið“

„Ég held að það fari eftir þjálfaranum, hans vinnureglum. Þegar þú ert við það að spila þinn 100 landsleik, þá finnst mér í lagi að smella símtali á hann. Mér finnst Arnar ekki vera að gefa skít í hann, Jói hefur átt erfitt með meiðsli,“ sagði Eiður Smári.

Eiður sem var um tíma aðstoðarþjálfari landsliðsins segir Arnar í stöðu sem hann getur ekki unnið í. „Það voru allir sammála um að Arnar ætti að verða landsliðsþjálfari, svo eru allir þeir sömu sem gagnrýna hann sem þjálfara. Þetta er loose, loose.“

Auðunn Blöndal var gestur í þættinum og sagði þetta um málið „Ég dýrka Arnar, ég hefði hringt í Jóa.“

Eiður Smári tók undir það, hann hefði gefið Jóhanni símtal og útskýrt stöðuna. „Ég hefði hugsanlega gert það líka, þegar þú hefur spilað þetta marga landsleiki. Það er enginn vanvirðing í þessu, hann gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tóku Arnar til bæna í beinni á Sýn í gær: Sakaður um virðingarleysi – „Mér fannst það aðeins skrýtið“

Tóku Arnar til bæna í beinni á Sýn í gær: Sakaður um virðingarleysi – „Mér fannst það aðeins skrýtið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir endurkomu De Gea til United í kortunum

Segir endurkomu De Gea til United í kortunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingarnir allt í öllu í Evrópu: Hákon og Sævar Atli með sigurmörk – Daníel Tristan sá rautt og Elías Rafn vann magnaðan sigur

Íslendingarnir allt í öllu í Evrópu: Hákon og Sævar Atli með sigurmörk – Daníel Tristan sá rautt og Elías Rafn vann magnaðan sigur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert með nýjar upplýsingar um brottrekstur Davíðs Smára – Segir stjórnina hafa hertekið klefann á Akureyri

Albert með nýjar upplýsingar um brottrekstur Davíðs Smára – Segir stjórnina hafa hertekið klefann á Akureyri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fabregas vill leikmann Manchester United í janúar

Fabregas vill leikmann Manchester United í janúar
433Sport
Í gær

Tölfræði sem setur gengi Hojlund á Old Trafford í samhengi

Tölfræði sem setur gengi Hojlund á Old Trafford í samhengi
433Sport
Í gær

Vendingar í fréttum um framtíð Konate

Vendingar í fréttum um framtíð Konate