Sergio Conceicao verður nýr stjóri Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.
Franska goðsögnin Laurent Blanc var látin fara úr starfinu á dögunum, en tímabilið hafði byrjað illa hjá meisturunum.
Conceicao tekur við starfinu, en hann hefur stýrt AC Milan og Porto undanfarin ár.
Það má ætla að hann þéni ansi vel á samningi sínum í Sádí, en Al Ittihad er eitt stærsta félagið þar.
Al-Ittiahad er með menn eins og Karim Benzema, N’Golo Kante og Moussa Diaby innanborðs.