fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Matthías lýsir erfiðri ákvörðun fyrir nokkrum árum – „Það var ekki allt í lagi í kringum liðið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. október 2025 12:30

Frá tímabilinu 2022. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson er búinn að leggja skóna á hilluna. Hann fór aðeins yfir sinn glæsilega feril í Íþróttavikunni á 433.is að því tilefni.

Matthías vann þrjá Íslandsmeistaratitla með FH eftir að hafa komið þangað frá BÍ heima á Ísafirði. Svo fór hann og átti glæsilegan feril í Noregi, áður en hann sneri aftur heim í FH fyrir tímabilið 2021.

Tímabilið eftir, 2022, voru Hafnfirðingar nálægt því að falla en bjargaði sér með naumindum. Eftir tímabil yfirgaf Matthías FH og fór í Víking, þar sem titlarnir hafa komið á færibandi.

„Tímabilið 2022 var alveg hrikalegt, það var ekki allt í lagi í kringum liðið og við spiluðum ekki vel. Sem betur fer náðum við að halda okkur uppi í úrslitakeppninni. Ég hugsaði bara með mér þegar tækifærið bauðst að vinna með Arnari Gunnlaugs og spila með ungum og hungruðum leikmönnum, þekkti marga í Víkingi líka, að taka því,“ sagði Matthías.

„Þetta var rosalega erfið ákvörðun og ekki létt á þeim tíma. En ég er 100 prósent viss í dag um að það hafi verið rétt ákvörðun. Ég er þakklátur fyrir að hafa þorað því. En mér þykir vænt um bæði liðin og tíma minn þar.

Ég fékk að upplifa það að fara í deildarkeppni í Evrópu og spila vel þar, vinna titla, þetta er bara yndislegur endir,“ sagði Matthías að endingu um þessi síðustu ár félagsins.

Ítarlegra viðtal við hann er í spilaranum og hefst það eftir um klukkutíma af þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire