Því er velt upp í enskum miðlum í dag hvort Manchester United og Real Madrid skipti hreinlega á tveimur ósáttum leikmönnum í janúarglugganum.
Um er að ræða þá Endrick og Kobbie Mainoo. Báðir vilja vera með landsliðum sínum, Brasilíu og Englandi, á HM næsta sumar en eru þeir í aukahlutverki sem stendur.
Endrick hefur ekki tekist að koma sér í liðið hjá Xabi Alonso hjá Real og þá hefur hlutverk Mainoo á Old Trafford snarminnkað frá því Ruben Amorim tók við fyrir um ári.
Eru þeir báðir opnir fyrir því að fara á láni til að eiga möguleika á að komast á HM vestan hafs og liggur því hugsanlega augum uppi að senda þá í sitt hvora áttina.