fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Ivan Toney er sagður vilja snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, tæplega tveimur árum eftir að hann yfirgaf England og gekk til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu.

Toney gekk til liðs við Al-Ahli frá Brentford í ágúst 2024 fyrir um 40 milljónir punda og þénar samkvæmt fréttum um 400 þúsund pund á viku hjá félaginu. Þar hefur hann skorað 39 mörk í 56 leikjum og hjálpað liðinu að vinna Meistaradeild Asíu.

Þrátt fyrir að vera samningsbundinn til 2028, þá er Toney nú sagður opinn fyrir félagaskiptum í janúarglugganum, þar sem hann vonast til að endurheimta sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM 2026 í Norður-Ameríku.

Sögusagnir eru á Englandi um að West Ham hafi mikinn áhuga á að fá Toney til félagsins og að það sé þegar farið að vinna í því.

West Ham er í 19. sæti úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig og hefur einungis skorað sex mörk í átta leikjum. Forráðamenn félagsins telja Toney geta styrkt sóknarleikinn til muna.

Líklegt er að Toney, sem hefur skorað níu mörk og lagt upp tvö í tólf leikjum fyrir Al-Ahli, komi á láni til að byrja með, ef af skiptunum verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Í gær

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja