fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Ivan Toney er sagður vilja snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, tæplega tveimur árum eftir að hann yfirgaf England og gekk til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu.

Toney gekk til liðs við Al-Ahli frá Brentford í ágúst 2024 fyrir um 40 milljónir punda og þénar samkvæmt fréttum um 400 þúsund pund á viku hjá félaginu. Þar hefur hann skorað 39 mörk í 56 leikjum og hjálpað liðinu að vinna Meistaradeild Asíu.

Þrátt fyrir að vera samningsbundinn til 2028, þá er Toney nú sagður opinn fyrir félagaskiptum í janúarglugganum, þar sem hann vonast til að endurheimta sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM 2026 í Norður-Ameríku.

Sögusagnir eru á Englandi um að West Ham hafi mikinn áhuga á að fá Toney til félagsins og að það sé þegar farið að vinna í því.

West Ham er í 19. sæti úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig og hefur einungis skorað sex mörk í átta leikjum. Forráðamenn félagsins telja Toney geta styrkt sóknarleikinn til muna.

Líklegt er að Toney, sem hefur skorað níu mörk og lagt upp tvö í tólf leikjum fyrir Al-Ahli, komi á láni til að byrja með, ef af skiptunum verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah