fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?

433
Miðvikudaginn 22. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt undir í Garðabæ á sunnudag þegar Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Bestu deild karla. Um er að ræða úrslitaleik um Evrópusæti.

Stjarnan er þremur stigum á undan Blikum og með betri markatölu, græna liðið úr Kópavogi þarf tveggja marka sigur til að ná Evrópusætinu.

Stjarnan hefur gefið eftir síðustu vikur og rætt var um það í Þungavigtinni í dag.

„Ég var að garfa í gögnunum, Stjarnan árið 2023 fékk 46 stig, 2024 fengu þeir 42 stig. Þeir eru með 42 stig núna og einn leikur eftir,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.

Kristján heldur því fram að lið Stjörnunnar í ár sé miklu dýrara en árin á undan. „Búnir að skora færri mörk en 2023 og 2024, þetta lið í ár er að lágmarki 60 til 70 milljónum króna dýrara en þessi lið.“

Mikael Nikulásson sérfræðingur þáttarins telur að starf Jökuls Elísabetarsonar sé í hættu ef Stjarnan nær ekki Evrópusæti. „Ég spyr mig miðað við það sem hefur gerst hjá Breiðablik, er að gerast hjá Val og FH. ÉG myndi telja það að ef Breiðablik vinnur Stjörnuna með tveimur mörkum á sunnudag, þá er Stjarnan með versta tímabilið af þessum efstu liðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah