Julian Alvarez, sóknarmaður Atletico Madrid, er ekki sannfærður um verkefnið hjá félaginu og horfir í kringum sig.
Það er fjallað um þetta í spænskum miðlum í dag, en Alvarez er sagður pirraður eftir slæmt 4-0 tap gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gær.
Þá er Atletico strax vel frá toppnum í La Liga heima fyrir, sem var einnig staðan á síðustu leiktíð. Alvarez vill vinna titla og er hann farinn að efast um að það geti orðið að því hjá félaginu.
Barcelona er hugsanlegur áfangastaður fyrir Alvarez. Félagið hefur fylgst með honum í nokkurn tíma og gerir enn.
Argentínumaðurinn er á sínu öðru tímabili hjá Atletico, en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester City sumarið 2024.